fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Sauð upp úr á bílastæði í Borgarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 17:30

Frá Borgarnesi. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgnesingur um fertugt hefur verið sakfelldur fyrir dómi að honum fjarstöddum, vegna líkamsárásar á konu á bílastæði, þann 30. desember árið 2021.

Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 18. október síðastliðinn. Í ákæru er manninum gefin að sök „líkamsárás, með því að hafa fimmtudaginn 30. desember 2021, á bifreiðarstæði skammt frá … í …, veist að A…, kt. …, og slegið hana í andlitið, með þeim afleiðingum að A… hlaut væga yfirborðsáverka vinstra megin í andliti, eymsli alla vinstri kinn, eymsli vinstra megin á kjálka og á gagnaugasvæði að nefrótum vinstra megin,“ eins og segir í texta ákæru.

Í dómnum kemur fram að manninum var birt fyrirkall og ákæra en hann lét ekki sjá sig fyrir dómi og var hann dæmdur að honum fjarstöddum. Ennfremur kemur fram að maðurinn er með hreint sakavottorð, eða var með það fram að þessum dómi.

Niðurstaða dómsins er 30 daga skilorðsbundið fangelsi yfir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja flagga alla daga

Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra