fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ingólfur, Íris og Daði ganga til liðs við Running Tide á Íslandi

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. október 2022 10:50

Ingólfur Bragi Gunnarsson, Íris Mýrdal Kristinsdóttir og Daði Snær Skúlason - Mynd/Running Tide

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Running Tide, loftslagsfyrirtæki sem er með starfsemi á Grundartanga, Akranesi og í Reykjavík, hefur ráðið þau Daða Snæ Skúlason, Ingólf Braga Gunnarsson og Írisi Mýrdal Kristinsdóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Running Tide hannar og þróar tækni og aðferðir til að örva náttúrulegt ferli sjávarins við að færa kolefni varanlega úr hröðu kolefnishringrásinni í þá hægu, vinna gegn súrnun sjávar og bæta lífríki hafsins. Ávinningnum er svo skilað bæði til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Running Tide var stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine fylki í Bandaríkjunum og er í samstarfi við loftslags- og hafvísindastofnanir á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University. 

Daði Snær Skúlason mun leiða þróun og uppbyggingu á framleiðslu kolefnisflothylkja Running Tide á Íslandi (e. Senior Program Manager). Daði starfaði áður hjá Advania í tæp sjö ár, síðast sem forstöðumaður afgreiðslulausna. Áður var Daði meðstofnandi sænska sprotafyrirtækisins Entize AB sem þróaði hugbúnað fyrir framleiðslufyrirtæki. Daði er með meistaragráðu í stjórnun og hagfræði nýsköpunar frá Chalmers University of Technology í Gautaborg og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. 

Ingólfur Bragi Gunnarsson hefur verið ráðinn til að leiða þörungarækt og uppbyggingu líftækniþróunar fyrirtækisins (e. Director of Agronomy). Hann starfaði áður í sjö ár hjá Algalíf, síðast sem yfirmaður rannsókna og nýsköpunar. Ingólfur er með doktorsgráðu í líftækni frá Tækniháskólanum í Danmörku, auk meistaragráðu frá Háskólanum í Uppsala og B.Sc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri í sama fagi. 

Íris Mýrdal Kristinsdóttir er nýr verkefnastjóri rannsókna (e. Research Project Manager). Íris starfaði áður við rannsóknir og nýsköpun hjá Oculis. Þar áður starfaði hún hjá Matís og norska fyrirtækinu Bylineme. Íris er með meistaragráðu í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi frá háskólanum í Osló og B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.

Kristinn Árni Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, er ánægður með ráðningarnar. „Með þessum ráðningum stígum við skref til að efla okkar rannsóknar- og þróunarstarf. Þetta er allt fólk sem hefur þegar öðlast reynslu af nýsköpun og vísindastarfi og mun verða okkur afar verðmætur liðsstyrkur,“ segir hann.

„Á Íslandi er að byggjast upp mikil þekking á kolefnisföngun og förgun sem var ein af ástæðum þess að Running Tide vildi byggja upp starfsemi hér. Að auki höfum við hér á landi mikla þekkingu á hafinu og hafsækinni starfsemi. Þá hafa stjórnvöld sett metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og hafa hug á að byggja upp grænan iðnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður