fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ekki víst að það verði til bóta að losna við Pútín – Segir að næsti leiðtogi geti orðið enn herskárri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 08:00

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki endilega til góðs ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, verður velt af stóli og nýr leiðtogi tekur við völdum. Rússar gætu vel fylkt sér að baki enn herskárri leiðtoga.

Þetta segir Boris Bondarev, fyrrum stjórnarerindreki hjá rússnesku utanríkisþjónustunni, í grein í Foreign Affairs. Í greininni fer hann yfir stöðu mála eins og hún blasir við honum.

„Utanaðkomandi greinendur njóta þess hugsanlega að sjá Rússa glíma við mikla pólitíska krísu innanlands. En þeir ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir óska þess að sjá Rússland springa. Ekki aðeins af því að það gæti komið risastóru kjarnorkuvopnabúri Rússlands í ótryggar hendur,“ segir hann og bætir við að, að hans mati lifi flestir Rússar við „erfitt andlegt ástand sem fátækt og stórir skammtar af áróðri, setja mark sitt á“. Á þess áróður ýtir undir hatur, ótta en um leið tilfinningu um yfirburði og að vera ósjálfbjarga að hans mati.

„Ef landið brotnar í hluta, mun það ýta þeim fram af brúninni. Rússar munu hugsanlega fylkjast að baki enn herskárri leiðtoga en Pútín og það getur endað með borgarastyrjöld eða enn meiri árásargirni eða hvoru tveggja,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“