fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Bubbi hættur á Twitter – Hefur verið gagnrýndur harðlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-reikningur tónlistarmannsins Bubba Morthens er horfinn. Bubbi hefur verið mjög virkur á þessum samfélagsmiðli undanfarin ár og margir eiga eflaust erfitt með að ímynda sér Twitter án Bubba.

Undanfarið hefur Bubbi verið gagnrýndur fyrir samstarf sitt við tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem eins og alþjóð veit, hefur legið undir ásökunum um kynferðisbrot. Margir kunna vissulega vel að meta samstarf þeirra kappa og vilja framgang Auðuns sem mestan en gagnrýnin er hvað hatrömmust á Twitter.

Í dag kom fram í fréttum að lögmaður Bubba Morthens ásamt framkvæmdastjóra Öldu Music, Sölva Blöndal, funduðu með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og kröfðust þess að því yrði svarað hvers vegna nýlegt lag Bubba og Auðuns sé lítið sem ekkert spilað á Rás 2 á meðan það njóti mikilla vinsælda á Spotify.

Sjá einnig: Lögmaður Bubba á fund með útvarpsstjóra út af meintri útilokun lags Bubba og Auðs

Fréttir um þetta hleyptu endurnýjuðum krafti í gagnrýnendur Bubba og Auðuns á Twitter og Bubbi var merktur í fjölmörgum tístum á Twitter í dag frá baráttufólki gegn kynferðisofbeldi og öðrum.

Hvort þetta hafi valdið því að Bubbi lokaði reikningi sínum eða ekki skal ósagt látið. DV hefur ekki tekist að ná sambandi við hann til að fá skýringar á þessu en mun birt þau svör síðar ef þau berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla varar við fáguðu svindli – Þetta skaltu aldrei gera

Lögregla varar við fáguðu svindli – Þetta skaltu aldrei gera
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Í gær

Fyrirspyrjandinn í Vestmannaeyjum sagður hafa brotið gegn börnum – „Hann á ekkert gott skilið, þessi maður“

Fyrirspyrjandinn í Vestmannaeyjum sagður hafa brotið gegn börnum – „Hann á ekkert gott skilið, þessi maður“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag