fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Var með mörg hundruð töflur af Oxycontin í leggöngunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. október 2022 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 19. október síðastliðinn yfir pólsku pari. Fólkið var ákært fyrir að hafa reynt að smygla tæplega 500 töflum af ávana- og fíknilyfinu OxyContin en konan flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi, innvortis í tveimur pakkningum í leggöngum sínum. Atvikið átti sér stað þann 14. apríl síðastliðinn.

Maðurinn var síðan auk þess ákærður fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Var hann stöðvaður á Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík. Það atvik átti sér stað þremur dögum eftir að fólkið var stöðvað á Keflavíkurflugvelli og OxyContin töflurnar fundust í konunni.

Hvorki konan né maðurinn létu sjá sig undir meðferð málsins fyrir dómi og var því réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum.

Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi og til greiðslu 200 þúsund króna sektar.

Konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi.

OxyContin töflurnar voru gerðar upptækar.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu