fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Myndband í dreifingu af rifrildi Vítalíu og Arnars – „Hann er sturlaður“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 24. október 2022 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að samfélagsmiðlar logi vegna myndbanda sem eru í dreifingu af rifrildi Vítalíu Lazarevu og Arnars Grants. Vítalía birti myndböndin í story á Instagram-síðu sinni en í þeim má sjá hana ausa skömmum og svívirðingum yfir Arnar Grant, einkaþjálfara og meintan sambýlismann sinn. Myndböndin voru inná síðu Vítalíu í nokkurn tíma en síðan eyddi hún myndböndunum.

„Þetta er maðurinn sem lýgur öllu. Sem segir að ég sé stalker þegar hann lét mig missa fjölskylduna mína. Lýgur að fyrrverandi eiginkonu sinni enn þann dag í dag,“ segir Vítalía í myndbandinu. Arnar segir hins vegar ekki neitt en í seinni hluta þess tekur hann upp síma og virðist vera að hringja í lögregluna.

„Hann segir að ég sé að stalka sig og að hann væri að nota mig fyrir lögregluskýrsluna og svo ætlaði hann að losa sig við mig eftir það. Hann laug í lögregluskýrslunni, hann laug upp á lögfræðing. Hann er sturlaður. Þetta er ekki búið,“ segir Vítalía ennfremur.

Fréttablaðið birti fyrr í dag stutt viðtal við Vítalíu þar sem hún sagðist ekki vera flutt inn með Arnari eins og Smartland hafði greint frá. Tilefni viðtalsins var mynd sem birtist í myndbandinu en þar virist Vítalía  vera búin að pakka föggum. „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram,“ var texti sem fylgdi með myndinni. Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram að Vítalíu virtist vera mikið niðri fyrir í símtalinu og sagðist hún ekki geta verið nálægt Arnari.

Þá birti hún skömmu síðar þetta tíst þar sem hún segist vera „ráðalaus og búin á líkama og sál.“

Eitt stærsta fréttamál síðari ára

Eins og alþjóð veit eru Arnar og Vítalía meðal persóna og leikenda í einu stærsta fréttamáli síðari ára. Málið hófst opinberlega á því að Vítalía kom fram í þættinum Eigin konur í ársbyrjun þar sem hún greindi frá því að sumarbústaðarferð þar sem þjóðþekktir menn, Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald – hefðu brotið á henni kynferðislega og þeirra á meðal giftur maður sem hún átti þá í ástarsambandi við – Arnar Grant.

Áður hafði málið verið ein útbreiddasta slúðursaga landsins eftir að Vítalía hafði nokkru áður nafngreint mennina og birt ásakanirnar á Instagram-síðu sinni í færslu sem var síðar eytt.

Þá lýsti hún því einnig hvernig að Arnar hefði veitt fjölmiðlamanninum Loga Bergmann kynferðislegan aðgang að henni í golfferð haustið 2021 og voru lýsingarnar í meira lagi hrottalegar.

„Hann dregur spil úr einhverju kynlífsleikjaspili, sem er einhver svona mönun; eitthvað sem maður á að gera. Þá á ég bara að fara að sjúga á manninum typpið og hann að fara niður á mig.,“ sagði Vítalía um meint atvik í golfferðinni. Sagðist hún hafa grátbeðið Arnar um að stoppa. „Ég horfi í augun á honum(Arnari) og segi: Ég vil ekki meira, viltu hætta þessu. Hann sagði bara: Vítalía, þetta er allt í lagi, ég er með þér.

Fjölmiðlastormurinn í kjölfarið varð til þess að Þórður Már og Hreggviður sögðu sig frá stjórnarstörfum í fyrirtækjum sem þeir voru í forsvari fyrir, Festi og Veritas. Þá var Ara Edwald sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Ísey útflutning, Logi Bergmann fór í leyfi frá störfum hjá Árvakri og Arnar hætti störfum sem einkaþjálfari hjá World Class.

Ætlar að bera vitni gegn þremenningunum

Segja má að málið hafi sett strik í reikninginn hjá starfsemi Festis, eins stærsta fyrirtækis landsins, enda var hávær kjaftasaga um að starfslok forstjórans, Eggerts Þórs Kristóferssonar, mætti rekja til meðhöndlunar hans á máli Vítalíu. Því var þó neitað opinberlega.

Vítalía fullyrti síðan í mars á þessu ári að hún hefði kært Hreggvið, Þórð Má og Ara fyrir kynferðisbrot. Það reyndist þó ekki rétt og baðst Vítalía afsökunar á því að hafa ekki vitað betur. Hún hafi lagt fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota og talið að það jafngilti kæru en hún hafði ekki mætt til skýrslutöku vegna málsins.

Í júní kærðu svo þremenningarnar Vítalíu og Arnar vegna tilraunar til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. fjárkúgunar en þá hafði komið fram að Vítalía hafði farið fram á 150 milljón króna sáttagreiðslu vegna málsins.

Í byrjun október var svo greint frá því að Vítalía hefði kært Hreggvið, Ara og Þórð Má fyrir kynferðisbrot en ekki Arnar né Loga. Fyrr um sumar hafði Arnar sagt að hann myndi bera vitni varðandi uppákomuna í heita pottinum. Hann var þá spurður út í ásakanirnar varðandi Loga Bergmann en í því tilviki sagði hann frásögn Vítalíu ekki standast skoðun.

Brot af myndbandinu sem er í umferð

video
play-sharp-fill
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri
Hide picture