fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Vísuðu óvelkomnum aðilum á brott

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2022 09:31

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um umferðaróhapp í gær þar sem bíl var ekið á ljósastaur. Ökumaður og farþegar kenndu til eymsla en ætluðu sjálfir að leita sér læknisaðstoðar. Þá var haft samband við dráttarbíl sem dró bílinn á brott.

Þá var lögreglunni tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli en atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar og verið er að rannsaka það.

Tvær bifreiðir voru stöðvaðar eftir hraðamælingu á veg þar sem hámarkshraðinn er 60 kílómetrar á klukkustund. Annar bíllinn ók á 85 kílómetra hraða en hinn á 91 kílómetra hraða. Báðir ökumenn viðurkenndu brot sín.

Tvisvar þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu í nótt til að vísa óvelkomnum aðilum í burtu. Annar einstaklingurinn var til vandræða á hóteli í 105 Reykjavík en hinum einstaklingnum þurfti að vísa á brott úr stigagangi.

Tilkynnt var um líkamsárás í 101 Reykjavík en einn aðili gisti í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“