Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um umferðaróhapp í gær þar sem bíl var ekið á ljósastaur. Ökumaður og farþegar kenndu til eymsla en ætluðu sjálfir að leita sér læknisaðstoðar. Þá var haft samband við dráttarbíl sem dró bílinn á brott.
Þá var lögreglunni tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli en atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar og verið er að rannsaka það.
Tvær bifreiðir voru stöðvaðar eftir hraðamælingu á veg þar sem hámarkshraðinn er 60 kílómetrar á klukkustund. Annar bíllinn ók á 85 kílómetra hraða en hinn á 91 kílómetra hraða. Báðir ökumenn viðurkenndu brot sín.
Tvisvar þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu í nótt til að vísa óvelkomnum aðilum í burtu. Annar einstaklingurinn var til vandræða á hóteli í 105 Reykjavík en hinum einstaklingnum þurfti að vísa á brott úr stigagangi.
Tilkynnt var um líkamsárás í 101 Reykjavík en einn aðili gisti í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.