Í Miðborginni voru þrír handteknir vegna slagsmála. Engar kröfur voru uppi vegna slagsmálanna en rannsókn lögreglunnar beinist að sölu fíkniefna og ólöglegri dvöl á Schengsvæðinu. Af þeim sökum voru hinir handteknu vistaðir í fangageymslu.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Einn var handtekin síðdegis í gær eftir að lögreglan fór að kanna með kannabislykt í húsnæði einu. Fíkniefni fundust við leit.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Afskipti voru höfð af einum aðila vegna vörslu fíkniefna.