Þann 20. apríl síðastliðinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur yfir manni sem sakfelldur var fyrir stórtæka kannabisræktun í húsi við Kirkjuteig í Reykjavík.
Maðurinn, sem er erlendur að uppruna en með íslenska kennitölu og fæddur árið 1985, var með 112 kannabisplöntur og tæplega 700 grömm af kannabislaufum í fórum sínum. Þetta uppgötvaðist við húsleit lögreglu og kom á daginn að maðurinn hafði verið með ræktun í gangi í töluverðan tíma.
Maðurinn kom ekki fyrir dóm og hafði ekki boðað forföll. Hafði honum verið birt ákæra og fyrirkall.
Hann var dæmdur að honum fjarstöddum í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fíkniefnin voru gerð upphæð sem og græjur til ræktunar, gróðurhúsalampar, straumbreytar, tímarofar, ljósastýringastjórnborð, gróðurtjöld og fleira.
Ekki hefur tekist að birta manninum dóminn og var hann því birtur, lögum samkvæmt, í Lögbirtingablaðinu í morgun. Hefur ekki náðst í manninum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.