fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Segja að Rússar ætli að sprengja stíflu í Kherson – Myndi hafa skelfilegar afleiðingar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 09:00

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hafa rússneskir hermenn komið sprengjum fyrir við stóra stíflu í austurhluta Kherson-héraðs. Þeir hafa einnig komið sprengjum fyrir við virkjunina sem stíflan er við.

Þetta sagði talsmaður Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, í gærkvöldi.

Ef stíflan verður sprengd þá mun það hafa í för með sér að bæir og þorp, sem standa við Dnipro, lenda undir vatni. Einnig er hætta á að vatn flæði inn í borgina Kherson.

Zelenskyy ávarpaði leiðtogafund ESB í gær og sagði þá að ef stíflan verði sprengd muni það hafa áhrif á mörg hundruð þúsund manns.

Úkraínumenn segja að Rússar hafi nú þegar lokið undirbúningsvinnunni til að geta sprengt stífluna og virkjunina.

Bandaríska hugveitan The Institute for the Study of War sagði á miðvikudaginn að Rússar væru að undirbúa jarðveginn fyrir að sprengja stífluna og ætli að kenna Úkraínumönnum um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Í gær

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Í gær

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Í gær

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku