„Ekki spyrja of mikið út í írönsku drónana. Við vitum öll að þeir eru íranskir en yfirvöld vilja ekki játa það,“ sagði Ruslan Pukhov þegar hann var í sjónvarpssal í vikunni og hélt að slökkt væri á hljóðnemanum.
Þegar hann var spurður út í þetta síðar í þættinum var svar hans öðruvísi: „Ég man ekki eftir að hafa sagt þetta. Þetta var líklega sviðsett á einn eða annan hátt. Kannski var það, kannski ekki. Ég man það ekki, það er langt síðan. Heili minn er ringlaður eftir COVID-19 smit.“
Sjálfsmorðsdrónarnir eru í raun fljúgandi sprengjur sem fljúga á skotmörk. Þeir finna þau sjálfir eða þá eru hnit skotmarksins slegin inn áður en þeir eru sendir af stað. Fagfólk hefur lýst þeim sem blöndu af flugskeyti og ómannaðri flugvél.
Drónar skipta sífellt meira máli í nútímahernaði. Úkraínumenn eiga og nota tyrkneska dróna sem þeir keyptu fyrir stríð. Rússar hafa staðið öðrum þjóðum að baki hvað varðar þróun og smíði dróna en Íranir eru hins vegar framarlega í þessum málum og hafa þróað sína eigin dróna frá grunni eins og Tyrkir.
Að undanförnu hafa Rússar sent fjölda íranskra sjálfsmorðsdróna gegn skotmörkum í Úkraínu og hafa þeir valdið mikilli eyðileggingu en margir hafa einnig verið skotnir niður á leið sinni að skotmörkum.
Ruslan Puhkov, Russian defence analyst, was asked to speak about the change in global markets on Russian state TV. Believing the interview hasn't started yet, he brought up Iranian drones and asked to not announce they were Iranian because the authorities did not admit it. pic.twitter.com/4ILDGKuSM8
— Dmitri (@wartranslated) October 20, 2022