fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Rússneskur sérfræðingur hélt að það væri slökkt á hljóðnemanum – Talaði illilega af sér

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 06:54

Íranskur dróni á kaupstefnu í Kubinka í Rússlandi í ágúst. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nota Rússar sjálfsmorðsdróna frá Íran? Þessu halda Úkraínumenn fram sem og Vesturlönd en Rússar og Íranir þvertaka fyrir þetta. Rússneskur hernaðarsérfræðingur talaði óvart af sér í vikunni þegar hann var í sjónvarpssal og hélt að slökkt væri á hljóðnemanum. Spurningin er hvort hann hafi ekki einmitt staðfest notkun íranskra dróna í Úkraínu með ummælum sínum?

„Ekki spyrja of mikið út í írönsku drónana. Við vitum öll að þeir eru íranskir en yfirvöld vilja ekki játa það,“ sagði Ruslan Pukhov þegar hann var í sjónvarpssal í vikunni og hélt að slökkt væri á hljóðnemanum.

Þegar hann var spurður út í þetta síðar í þættinum var svar hans öðruvísi: „Ég man ekki eftir að hafa sagt þetta. Þetta var líklega sviðsett á einn eða annan hátt. Kannski var það, kannski ekki. Ég man það ekki, það er langt síðan. Heili minn er ringlaður eftir COVID-19 smit.“

Sjálfsmorðsdrónarnir eru í raun fljúgandi sprengjur sem fljúga á skotmörk. Þeir finna þau sjálfir eða þá eru hnit skotmarksins slegin inn áður en þeir eru sendir af stað. Fagfólk hefur lýst þeim sem blöndu af flugskeyti og ómannaðri flugvél.

Drónar skipta sífellt meira máli í nútímahernaði. Úkraínumenn eiga og nota tyrkneska dróna sem þeir keyptu fyrir stríð. Rússar hafa staðið öðrum þjóðum að baki hvað varðar þróun og smíði dróna en Íranir eru hins vegar framarlega í þessum málum og hafa þróað sína eigin dróna frá grunni eins og Tyrkir.

Að undanförnu hafa Rússar sent fjölda íranskra sjálfsmorðsdróna gegn skotmörkum í Úkraínu og hafa þeir valdið mikilli eyðileggingu en margir hafa einnig verið skotnir niður á leið sinni að skotmörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu