Þetta sagði hann í gærmorgun i samtali við Radio Krym að sögn The Guardian. Hann sagðist telja að mórallinn hjá úkraínsku hersveitunum sé slæmur og fari versnandi. „Ég trúi ekki að það séu 60.000 hermenn í hersveitunum í suðri. Þeir eru í mesta lagi 30.000,“ sagði hann.
Hann sagði að úkraínsku hersveitirnar séu „ekki í standi til að brjótast í gegnum varnarlínurnar“ og að stór hluti hermannanna séu ekki bardagafærir hermenn. „Það eru margir málaliðar. Maður þekkir þá í talstöðinni á orðinu „Rússar“ því það kalla Úkraínumenn okkur ekki. Þeir segja „rashister“, „orkar“,“ sagði Stremousov.
Orðið „rashister“ vísar til ákveðins forms rússnesks fasisma sem lýsir pólitískri hugmyndafræði sem hefur sett mark sitt á Rússland síðan Vladímír Pútín komst til valda um aldamótin.