fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Rússneskur leiðtogi óttast úkraínska málaliða – Þeir kalla okkur „rashister“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 05:45

Úkraínskur hermaður í fremstu víglínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirill Stremousov, er einn þeirra sem Rússar hafa sett í embætti leiðtoga í hinu hernumda Kherson-héraði í Úkraínu.  Hann segir að Úkraínumenn séu að verða uppiskroppa með hermenn í suðurhluta landsins.

Þetta sagði hann í gærmorgun i samtali við Radio Krym að sögn The Guardian. Hann sagðist telja að mórallinn hjá úkraínsku hersveitunum sé slæmur og fari versnandi. „Ég trúi ekki að það séu 60.000 hermenn í hersveitunum í suðri. Þeir eru í mesta lagi 30.000,“ sagði hann.

Hann sagði að úkraínsku hersveitirnar séu „ekki í standi til að brjótast í gegnum varnarlínurnar“ og að stór hluti hermannanna séu ekki bardagafærir hermenn. „Það eru margir málaliðar. Maður þekkir þá í talstöðinni á orðinu „Rússar“ því það kalla Úkraínumenn okkur ekki. Þeir segja „rashister“, „orkar“,“ sagði Stremousov.

Orðið „rashister“ vísar til ákveðins forms rússnesks fasisma sem lýsir pólitískri hugmyndafræði sem hefur sett mark sitt á Rússland síðan Vladímír Pútín komst til valda um aldamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Í gær

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Í gær

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Í gær

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku