fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

„Þessa reikninga geta þau notað til þess að taka þátt í eineltinu, ofbeldinu og hatrinu, án þess að koma fram undir nafni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. október 2022 15:52

Skjáskot af áreitni og ofbeldi í garð stúlkunnar í Hafnarfirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli B. Geirdal, verkefnastjóri hjá miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, segir afar mikilvægt að virða aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum sem í flestum tilfellum eru við 13 ára markið.

„Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt?“ spyr Skúli í grein sem hann birtir á Vísir undir yfirskriftinni „Þrjár á­stæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á sam­fé­lags­miðlum“.

Skúli svarar þessu sjálfur og segir að þetta eigi sér yfirleitt stað á samfélagsmiðlum.

Deila ofbeldinu á milli sín

„Þar hafa börn og ungmenni vettvang til þess að senda ljót, hatursfull og niðrandi ummæli til hvers annars, ásamt því síðan að geta deilt ofbeldinu sín á milli með skjáskotum og myndböndum af árásum. Þá eiga þau mörg falska og nafnlausa aðgangsreikninga sem þau geta notað til þess að taka þátt, án þess að koma fram undir nafni. Hvaða erindi eiga börn inn á slíkan vettvang og hver gaf þeim leyfi til þess?“

Sjá einnig: Tólf ára stúlka á spítala eftir sjálfsvígstilraun í kjölfar hrottalegs eineltis og ofbeldis – „Þetta er bara nánast eins og morðtilraun“

Skúli fer síðan yfir þær þrjár ástæður sem hann setur fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu að vera á samfélagsmiðlum, sem eru skaðlegt efni, áreiti frá ókunnugum og stafrænt fótspor.

Þegar kemur að skaðlegu efni bendir hann á að þrátt fyrir aldurstakmarkanir sé um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára á TikTok og Snapchat, 50% er með sinn eigin aðgang á YouTube og 30% á Instagram.

Á meðal íslenskra barna og ungmenna á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskóla hafi 29% séð ógnvekjandi myndir þar sem verið var að meiða menn og dýr, og 23% séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum.

Beiðnir um nektarmyndir

Hvað varðar áreiti frá ókunnugum þá séu stelpur mun líklegri til að fá kynferðisleg komment og beiðnir um nektarmyndir en strákar. Tæplega 7 af hverjum 10 stelpum á grunn- og framhaldsskólaaldri hafa fengið beiðni um nektarmynd frá ókunnugum.

Þá eigi 40% íslenskra barna- og ungmenna á aldrinum 13-18 ára falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. „Þessa reikninga geta þau notað til þess að taka þátt í eineltinu, ofbeldinu og hatrinu, án þess að koma fram undir nafni. Þau skýla sér þannig á bak við nafnleysið og líður þá eins og þau beri ekki lengur fulla ábyrgð á gjörðum sínum,“ segir Skúli.

Netið gleymir aldrei

Stafrænt fótspor er síðan einfaldlega allt það efni sem við og aðrir búum til og deilum um okkur á netinu.

„Með því að leyfa börnum að nota miðla sem þau hafa ekki aldur og þroska til þá erum við að gefa þeim leyfi til að stíga þar sínu fyrstu stafrænu fótspor. Netið gleymir engu og þess vegna er það svo að þegar að þessi spor hafa verið tekin þá verður oft ekki aftur snúið. Hérna þurfum við sem eldri erum að passa upp á börnin okkar. Þau eru á mikilvægu þroskaskeiði í lífinu sem felur í sér bæði framfaraskref og feilspor,“ segir Skúli.

Greinina í heild sinni má lesa hér.

Ef þú eða ein­hver sem þú þekkir ert að glíma við sjálfs­vígs­hugsanir að þá er hægt að hafa sam­band við Hjálpar­­síma Rauða krossins, 1717 og í gegnum net­­spjall þeirra. Þar eru þjálfaðir og reynslu­­miklir sjálf­­boða­liðar á öllum aldri sem svara þeim sím­­tölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Eins er hægt að leita til Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“