Fréttamannafundurinn var haldinn vegna sífellt fleiri tilfella þar sem sést hefur til dróna við mikilvæga innviði í Noregi, til dæmis við flugvelli og orkumannvirki. Þetta hefur valdið miklum áhyggjum meðal almennings.
Á undanförnum vikum hafa sjö Rússar verið handteknir í Noregi. Á miðvikudag í síðustu viku var einn Rússi handtekinn vegna meints drónaflugs hans í Noregi. Alls voru fjórir Rússar handteknir í síðustu viku. Norska leyniþjónustan rannsakar mál hans og segir að aukin hætta sé nú á skemmdarverkum í Noregi.
Støre sagði að þessar handtökur geti veirð merki um að Rússar taki meiri áhættu en áður og ekki eigi að koma á óvart ef fleiri verði handteknir.
The Bartents Observer og Aftenposten segja að maðurinn, sem var handtekinn á miðvikudag í síðustu viku, sé sonur eins af nánum bandamönnum Pútíns. Sá er á lista Bandaríkjanna yfir þá Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna innlimunar Krím í Rússland.