Ekið var á dreng á reiðhjóli í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Talið er að meiðsl hans séu minniháttar. Ökumaður rafskútu ók á og hlaut áverka í gærkvöldi.
Tveir ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis. Annar þeirra olli umferðaróhappi áður en til hans náðist. Hann var vistaður í fangageymslu en hinn látinn laus að sýnatöku lokinni.