Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir aðeins 45 daga í embætti. Hún segist ekki ekki hafa umboð til þess að skilað því starfi sem hún hafi verið kosin til.
Þingmaður pírata segir það ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins ef aukakostnaður fyrir ríkið hlýst af vendingum í ráðherraliðinu. Ef fjölgun ráðherra hafi verið ákveðin eigi það heima í fjárlögum.
Formaður foreldrafélags Hraunvallaskóla í Hafnarfirði segir að mál 12 ára stúlku sem reyndi að stytta sér aldur vegna hatramms eineltist og fleiri alvarlegra mál, hljóti að kalla á viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Skólayfirvöld hafi ekki næga burði til þess ráða við mál af þessari stærðargráðu.
Árlegri menningarviku á Raufarhöfn sem haldin eru á hverju hausti er lokið. Allar enda menningarvikurnar á hrútadegi og í kvöld fáum við að sjá og heyra út á hvað hrútadaguar ganga.