Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Laugardalurinn sé það hverfi þar sem flest myglutilfelli hafa komið upp, sjö í heildina. Mygla hefur fundist í fimm skólum í Vesturbænum, fjórum í Háaleitis- og Bústaðahverfi og fjórum í Árbæ og Norðlingaholti, þremur í Miðborginni og einum í Breiðholti.
Hagaskóla, Laugarnesskóla, Sunnuás, Grandaborg og Nóaborg hefur verið lokað að heild eða að hluta til. Á næstunni bætast Vogaskóli og leikskólinn Árborg við þennan lista vegna framkvæmda sem þar eru að hefjast.
Börnin þurfa mörg hver að ferðast langar leiðir til að sækja skóla og Hagaskóli og Grandaborg hafa þurft að skipta starfsemi sinni í þrennt.
Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.