Úkraínskur hernaðarmiðill hefur velt þeirri spurningu upp hvort nota eigi vélarnar í lofthernaði í Úkraínu. Miðillinn, Military Aviation, skrifar á Twitter að það virðist sem þessar MiG-29 bætist fljótlega við skýrslur um tap rússneska hersins í Úkraínu og birtir mynd af Millerovo herflugvellinum fyrir og eftir að vélarnar hurfu.
Схоже незабаром в зведеннях щодо втрат РФ можна буде побачити МіГ-29. З аеродрому Міллєрово повивозили МіГ-29, які там стояли на зберіганні. pic.twitter.com/Muv1zboisH
— MilitaryAviationInUa (@Ukraine_AF) October 16, 2022
Einnig er því velt upp á miðlinum hvort vélarnar hafi verið afhentar hinum svokallaða Wagnerhópi en það er fyrirtæki sem útvegar rússneskum yfirvöldum málaliða. Eigandi þess hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns, því þeir eru góðir vinir.
Ekki er vitað af hverju Rússar fluttu flugvélarnar en bent hefur verið á að þeir noti MiG-29 yfirleitt sem varnarflugvélar en ekki árásarflugvélar. Ekki er þó talið útilokað að þeir gætu tekið upp á að nota þær til árása.