Óskað var eftir aðstoð lögreglu í hesthúsabyggð í Hafnarfirði í dag vegna drónaflugs rétt ofan við hesthúsin. Dróninn var sagður hafa truflandi áhrif á hestana við hesthúsin.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi 108 í Reykjavík vegna manns sem var að trufla viðskiptavini verslunarinnar.
Tilkynnt var um rafhlaupahjólaslys á Seltjarnarnesi. Maður sem lenti í því slysi er sagður ekki mikið slasaður.
Tilkynnt var um húsbrot í Garðabæ en þar var farið inn í húsnæði. Sá sem fór inn lét sig hverfa þegar hann varð var við að húsráðandi væri heima.