fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Verjandi Sindra Snæs segir engin hryðjuverk hafa verið í undirbúningi – „Þetta mál er hvorki fugl né fiskur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. október 2022 09:00

Hluti þeirra vopna sem gerð voru upptæk í hryðjuverkamálinu. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, nýskipaður verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem ásamt Ísidór Nathanssyni situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um stórfelld vopnalagabrot og áform um hryðjuverk, upplýsir að fallið hafi verið frá því að biðja geðlækni sem annast geðmat á sakborningunum um að meta hvort þeir hafi verið að grínast er þeir lögðu á ráðin, eða virtust leggja á ráðin um hryðjuverk og morð.

Segir Sveinn að þessi beiðni hafi komið frá lögreglu en henni hafi verið hafnað. „Enda galið, það er dómara að meta ásetning,“ segir Sveinn Andri í viðtali við DV.

Sveinn telur málið vera farsakennt og segir af og frá að Sindri hafi í raun verið að undirbúa hryðjuverk. „Þetta er kokteill af ósmekklegu gríni og fabúlasjónum. Ekkert á bak við þetta. Til að um tilraun í skilningi refsiréttar geti verið að ræða verður að vera um undirbúningsathafnir að ræða.“

Sveinn segir skjólstæðing sinn vera meinlausan og ófæran um að fremja slík myrkraverk sem lögregla segir hafa verið í uppsiglingu: „Ég hef auðvitað ekki umboð til að tala fyrir hinn. En minn umbjóðandi er algert meinleysisgrey með ofsalegan áhuga á byssum. Hann hefur vissulega gerst sekur um brot á vopnalögum með því að prenta byssur. Þetta varð hobbý hjá honum í covid.“

Sveinn bendir á að fráleitt sé að menn leggi á ráðin um hryðjuverk á opinni spjallrás líkt og hér hafi verið í gangi:

„Það var nú ekki meiri leynd yfir þessu ráðabruggi öllu saman en að þeir voru að fimbulfamba þetta á opinni spjallrás. Töluðu saman á Signal. Minn umbjóðandi gaf lögreglu öll möguleg lykilorð að síma og tölvu. Signal var þarna eins og messenger, hvorki dulkóðað, læst né þannig að texti félli út.“

Segir blaðamannafund ríkislögreglustjóra hafa verið mistök

Sveinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig þetta mál, sem hefur verið kallað hryðjuverkamálið, muni enda:

„Það var engin alvara á bak við þetta smekklausa spjall þeirra. Allir sem þekkja minn umbjóðanda vita að hann gæti ekki gert flugu mein. Minn maður verður dæmdur fyrir vopnalagabrot. Punktur. Þetta mál er hvorki fugl né fiskur.“

Sveinn segir að blaðamannafundur ríkislögreglustjóra um málið þar sem greint var frá því að grunur hefði vaknað um áform um hryðjuverk á borð við þau að sprengja upp Alþingishúsið og fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna hafi verið mjög ótímabær og óheppilegur:

„Lögreglan gerði sig seka um að halda ótímabæran blaðamannafund. Það var engin þörf á honum. Hefðu þeir sleppt honum en einbeitt sér að því að upplýsa málið, hefðu menn fljótlega séð að ekki væri rétt að rjúka til og halda fund.“

Sveinn telur málið svo fráleitt að hann grípur til myndlíkinga: „Rannsókn málsins er eins og reynt sé að sjóða egg í pastasigti – það lekur allt út.“

Hann segir ennfremur að Sindri Snær viti ekkert um pólitík og engan veginn nógu mikið til að hatast við tiltekna stjórnmálamenn:

„Hann hefur ekki grænan grun um hver Gunnar Smári er eða Sólveig Anna. Píratar eru í hans huga sjóræningjar. Hann veit minna um pólitík en kisan þín.“

Sveinn segir ennfremur óheppilegt að héraðsdómur og Landsréttur treysti áhættumati lögreglu við úrskurði um gæsluvarðhald: „Vandinn er sá að það áhættumat er einfaldlega kolrangt. Það er ekkert að því að horfast bara í augu við það.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“