fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

„Þolendur flýja skóla með brotið hjarta og sál á meðan gerendur hrósa sigri og finna ný fórnarlömb“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. október 2022 19:45

Karl Garðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sædís Hrönn, móðir stúlku sem hefur verið beitt hrottalegu einelti, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún greindi frá því að dóttir hennar væri nú á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að taka eigið líf. Þar sagði hún frá því að hópur af um 30 krökkum séu að beita dóttur sína einelti, hópurinn hafi meðal annars  hvatt dóttur hennar til að taka eigið líf, uppnefnt hana og svo hefur verið ráðist á hana.

Dóttir Sædísar liggur nú á spítala eftir að hún reyndi að taka sitt eigið líf en Sædís segist sjálf vera ráðalaus og dofin. Barnaverndarnefnd sé í málinu að gera það sem þau geti gert en dóttir Sædísar er nú enn á sjúkrahúsi og kemur ekki til með að mæta aftur í skólann enda treysti hún sér ekki til að mæta þar gerendum sínum.

„Þetta er ömurlegt og ekki bjóðandi í samfélagi okkar“

Karl Garðarsson, fjölmiðlamaður og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, ræðir málið í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Í færslunni talar Karl um það sem Sædís nefndi í viðtalinu, að dóttir hennar ætli ekki að mæta aftur í skólann þar sem hún treystir sér ekki til að mæta gerendum sínum þar.

„Á Íslandi þykir það sjálfsagt að þolendur eineltis, sem oft leiðir til sjálfsvígs eða brotinnar framtíðar sem aldrei verður bætt, hitti kvalara sína á skólagöngum á degi hverjum, oft svo árum skiptir,“ segir Karl í færslunni. „Eineltisáætlanir eru gerðar en virka ekki. Enn, eftir margra áratuga umræðu, þurfa þolendur að flýja skóla með brotið hjarta og sál á meðan gerendur hrósa sigri og finna ný fórnarlömb innan veggja skólans. Þetta er ömurlegt og ekki bjóðandi í samfélagi okkar.“

Karl segir að hægt sé að taka á þessum málum í stað þess að fela sig á bakvið ungan aldur gerenda. Þá segir hann að það hafi verið skelfilegt að hlusta á sögu Sædísar í útvarpinu í morgun. „Fyrir nokkrum dögum voru háværar og réttmætar raddir um að þolendur kynferðisofbeldis ættu ekki að þurfa að mæta gerendum á skólagöngum – hvað er þá hægt að segja um eineltið?“ spyr hann svo.

„Hvað er hægt að segja um þá sem eru brotnir einstaklingar fyrir lífstíð – allt vegna eineltis sem þeir þurftu að þola í æsku á meðan þeir eldri horfðu undan og aðhöfðust ekkert svo árum skiptir.“

Ef þú eða ein­hver sem þú þekkir ert að glíma við sjálfs­vígs­hugsanir að þá er hægt að hafa sam­band við Hjálpar­­síma Rauða krossins, 1717 og í gegnum net­­spjall þeirra. Þar eru þjálfaðir og reynslu­­miklir sjálf­­boða­liðar á öllum aldri sem svara þeim sím­­tölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Eins er hægt að leita til Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda