fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ríkið sparar í bólusetningum gegn krabbameini hjá stúlkum – Fá bóluefni sem veitir mun minni vörn en annað fáanlegt bóluefni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. október 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að bólusetningu gegn HPV-veirunni, sem getur valdið leghálskrabbameini, fá íslenskar stúlkur ekki það bóluefni sem veitir breiðasta vörn. Á sama tíma fá stúlkur í mörgum nágrannaríkjum bóluefni sem veitir breiðustu vörnina.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að foreldrum sé ekki skýrt frá því að betri kostir séu í boði þegar kemur að því að bólusetja dætur þeirra með Cervarix gegn HPV-veirunni. Cervarix veitir vörn gegn tveimur tegundum af veirunni eða um 70% vörn.

Bóluefnið Gardasil 9 veitir hins vegar mun breiðari vörn en það ver gegn níu tegundum og veitir því um 90% vörn.

Ef forsjáraðilar vilja að dætur þeirra fái betri vörn þurfa þeir að óska sérstaklega eftir því og greiða kostnaðinn.

Einn skammtur af Ceravix kostar 14.792 krónur en tvo skammta þarf við bólusetningu.

Einn skammtur af Gardasil 9 kostar 27.233 krónur og það þarf einnig tvo skammta af þessu bóluefni.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga hjá Landlæknisembættinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að ekkert „ráðrúm“ hafi verið til að bjóða upp á Gardasil 9. Einnig þurfi að bjóða bóluefnakaup út en síðasta útboð var 2016. „Þá var Cervarix valið og Gardasil 9 var ekki boðið í því útboði,“ sagði hún.

Hún sagi að útboð verði á næstu mánuðum og þá komi í ljós hvaða bóluefni verður í boði frá haustinu 2023.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt