Þetta er mat Michael Clarke, prófessors í hernaðarsögu. Í samtali við Sky News sagðist hann byggja þetta á tveimur atriðum:
Annað er héraðsstjórinn í Kherson, Vladimir Saldo, sem Rússar settu í embætti, hefur hvatt til þess að íbúar í fjórum bæjum verði fluttir á brott. Hann sagði að ástæðan væri hræðsla við að úkraínskar hersveitir skemmi stíflu við ána Dnipro og bæirnir muni þá lenda undir vatni og að í gær sagði Sergei Surovikin, yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu, að rússneski herinn væri undir miklum þrýstingi af hálfu úkraínskra hersveita í Kherson. „Stöðunni á svæðinu þar sem „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ (stríðið er kallað það í Rússlandi) stendur yfir er hægt að lýsa sem spenntri,“ sagði hann í samtali við Rossiya 24.
„Staðan í héraðinu er erfið. Óvinurinn ræðst meðvitað á innviði og íbúðarbyggð,“ sagði hann.
Michael Clarke sagði að ummæli Rússanna séu eitt en hitt sé að síðustu daga hafi Úkraínumenn verið mjög þöglir um hvað sé að gerast í Kherson. „Þau (úkraínsk yfirvöld) hafa gert þetta áður þegar stórsókn var í gangi,“ sagði hann.
Hann sagðist telja að innan næstu 48 til 72 klukkustunda komi í ljós hvað sé að gerast. „Nú er öruggt að eitthvað stórt er í gangi. Það mistekst kannski, það gengur kannski ekki upp, en þetta hefur áður tekist,“ sagði hann.