fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Ólafsfjarðarmálið – Gögn málsins bera með sér að hinn látni hafi átti upptökin að átökunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. október 2022 17:30

Mynd sýnir sjúkrabíl og lögreglubíl koma á vettvang nóttina sem Tómas Waagfjörð lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðahaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði þann 3. október síðastliðinn.

Athyglisverð atriði koma fram í úrskurðum Landsréttar og héraðdóms um gæsluvarðhald yfir manninum. Þannig segir að gögn málsins beri með sér að hinn látni hafi átt upptökin að átökunum og veist að hinum grunaða með hnífi og stungið hann í andlit og læri.

Í úrskurði héraðsdóms er ekki fallist á að skilyrðum laga um „sterkan grun“ hafi verið fullnægt. Er gæsluvarðhaldið ekki samþykkt á forsendum rannsóknarhagsmuna heldur vegna þess að hætta sé á því að maðurinn brjóti af sér aftur. Er það byggt á því að samtals eru sex mál gegn manninum núna í rannsókn, fimm fyrir utan andlát Tómasar Waagfjörð. Í úrskurði Landsréttar segir:

Samkvæmt sakavottorði varnaraðila var honum veitt reynslulausn 15. mars 2022 í tvö ár á eftirstöðvum 220 daga fangelsisrefsingar. Í greinargerð sóknaraðila er vísað til nokkurra mála sem lögreglustjóri segir varnaraðila eiga aðild að og upp hafi komið eftir að honum var veitt reynslulausn. Þannig vísar sóknaraðili til lögreglumáls nr. 008-2022-[…] þar sem varnaraðila er gefið að sök húsbrot og eignaspjöll 12. júlí 2022. Lögreglustjóri vísar einnig til máls lögreglu nr. 008-2022-[…] frá 5. júlí 2022 þar sem varnaraðili er grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna. Í máli lögreglu nr. 008-2022-[…] frá 6. september síðastliðnum er varnaraðili grunaður um rán, frelsissviptingu, eignaspjöll, líkamsrárás og þjófnað. Þá hefur lögregla, svo sem áður var vikið að, til rannsóknar lögreglumál nr. 0316-2022-[…] er varðar ætlað manndráp.“

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. nóvember, en ekki á grundvelli rannsóknarhagsmuna heldur almannahagsmuna, þ.e. talin er hætta á að hann brjóti af sér aftur ef hann gengur laus.

Úrskurði héraðsdóms og Landréttar má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda