Einn ökumaður dvelur nú í fangageymslu lögreglunnar eftir að hafa lent í umferðaróhappi í austurhluta borgarinnar í nótt. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt var um innbrot í bílskúr í nótt og nokkrar kvartanir bárust vegna hávaða. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.