Í Fréttavaktinni í kvöld á Hringbraut verður rætt við Óskar Hallgrímsson ljósmyndara sem býr í stríðshrjáðri Úkraínu. Hann segir sprengjum rigna en rússneskir hermenn séu vanbúnir og áhugalausir um hernaðinn og Úkraína muni sigra.
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að andstaða við ESB sé það sem helst bindi ríkisstjórnina saman nú um stundir. Hann á ekki von á að Íslendingar fái að greiða þjóðaratkvæði um málið samfara næstu þingkosningum.
Fjallað verður um glæsilegt hús í miðbæ Akureyrar þar sem bæjarbúar vilja ýmist sjá hótel eða ráðhús.
Margrét Maack kynnir glæsilegan tónlistarviðburð sem fram fer um helgina, Óperudaga. Dagur hinna dauða verður meðal viðburða.
Nína Richer fjallar um femíníska kvikmyndahátíð.
Í spjalli blaðamanna Fréttablaðsins, Guðmund Gunnarsson og Kristins Hauks Guðnasonar við Björn Þorláksson, umsjónarmann Fréttavaktarinnar í kvöld, verður rætt um vindorku á við hálfa Kárahnúkavikjun og rammar deilur um sauðkindur sem eru eins lífseigar og Íslandssagan.