Karlmaður lést í slysi á Kirkjufelli í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is, sem greindi frá banaslysinu, var um að ræða erlendan ferðamann.
Ferðamaðurinn hafi verið ásamt hópi fólks í ferð um fjallið þegar slysið átti sér stað en engan annan í hópnum sakaði.
Mikill viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita var við fjallið í dag eftir að óskað hafði verið eftir aðstoð þeirra um klukkan hálf fjögur. Um hálf sex var þyrla Landhelgisgæslunnar mætt á svæðið en hún var á leiðinni til baka úr verkefni á Þórshöfn þegar útkallið kom.