fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Þetta eru merki um að Pútín sé að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 06:59

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað mun gefa til kynna að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu?

Þessi spurning var lögð fyrir sérfræðinga í grein í tímaritinu the Atlantic.

Svör þeirra voru þessi:

Hótanir Pútíns og annarra rússneskra embættismanna um beitingu kjarnorkuvopna verða beinskeyttari

Pavel Podvig, sérfræðingur í málefnum tengdum rússneskum kjarnorkuvopnum, sagði að ráðamenn í Kreml muni aðeins íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar verða fyrir árás sem ógnar tilvist landsins. Meðal slíkra árása gæti verið ef þau landsvæði í Úkraínu, sem Rússar „innlimuðu“ nýlega virðast vera að renna þeim úr greipum. Það getur að hans mati breytt afstöðu Pútíns og leitt til beinni hótana um beitingu þeirra.

Fullnaðarsigur Úkraínu og völd Pútíns í hættu

Matthew Kroening, sem starfaði hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustustofnunum í valdatíð Bush, Obama og Trump, sagði að ef rússneska elítan snýst gegn Pútín eða gagnrýni hann opinberlega geti Pútín fundist sem hernaðarlegar hrakfarir hans séu að snúast upp í algjörlega niðurlægjandi ósigur.  Þá gæti hann gripið til kjarnorkuvopna til að reyna að rísa upp, breyta gangi mála og sýna að hann sé sterkur leiðtogi.

Kjarnorkuvopn tekin úr geymslum

Sérfræðingar telja almennt að ef til þess kemur að Pútín beiti kjarnorkuvopnum þá verði um vígvallarkjarnorkuvopn að ræða. Áður en þau verða notuð þarf auðvitað að flytja þau úr geymslum og að vígvellinum. Engin merki hafa sést um slíkt enn sem komið er.

Hleranir

Ef Bandaríkjamenn hlera fjarskipti eða önnur samskipti Rússa, þar sem fram kemur að verið sé að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna gætu þeir ákveðið að gera þær hleranir opinberar. Bandarískir embættismenn hafa fram að þessu sagt að þeir hafi ekki orðið varir við neitt slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin