Blaðamennirnir Helena Rós Sturludóttir og Benedikt Arnar Þorvaldsson fara yfir fréttir dagsins. Helena ræðir um ummæli ráðherranna Jóns Gunnarssonar og Guðmundur Ingi Guðbrandssonar. Benedikt ræðir um niðurfellingu næturstrætós.
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona segir að leshraðapróf séu úrelt þar sem ekki er tekið viðmið af skilningi eða flutningi. Við leggjum prófið einnig fyrir nokkra blaðamenn.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunnar, eða þeirrar stofnunar sem tekur við starfi hennar. Hún segir að þrátt fyrir fréttaflutning gærdagsins sé ekki búið að segja fimmtíu og fimm manns upp. Til þess þurfi þingskipun.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýnir harðlega að Strætó ætli að hætta næturakstri. Hún segir ekki síst um öryggismál að ræða.
Stórleikkonan Aníta Briem var að ljúka tökum á nýrri á þáttaseríu um ástina, sem hún skrifar sjálf. Aníta ræðir leiklistina og tilfinningarnar sem keyra okkur áfram, á Fréttavaktinni.