Skuggalegt atvik varð á Höfn í Hornafirði á fimmta tímanum í morgun. Kviknaði í bíl á bílaplani við íbúðarhúsnæði. Íbúi í nágrenninu náði brunanum á myndband og tilkynnti atvikið í Neyðarlínuna sem tók við málinu og afgreiddi það.
Bíllinn brann til kaldra kola og sterkur grunur er á meðal sumra bæjarbúa að um íkveikju hafi verið að ræða. Aðilar hafa einnig sett sig í samband við DV og sagt að talið sé að íkveikjan sé hefndarráðstöfun í garð manns með sakaferil. Það er algjörlega óstaðfest.
Ekki náðist samband við lögregluna á Hornafirði vegna málsins í dag en þess verður freistað að afla upplýsinga um það á morgun.
Myndbandið af brunanum má sjá hér að neðan: