fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Mál Aldísar gegn Agnesi í héraðsdómi – „Hún reyndi að nauðga mér á læstri sjúkra­stofu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. október 2022 09:00

Gunnar Ingi lögmaður og Aldís ræða saman í héraðsdómi í morgun. Í bakgrunni er Agnes Bragadóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð er að hefjast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Aldísar Schram gegn Agnesi Bragadóttur. Stefnt er vegna vægast sagt harðra ummæla sem Agnes lét falla á Facebook snemma í desember árið 2021. Ummælin tengdust málaferlum Carmenar Jóhannesdóttir gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, föður Aldísar, um kynferðislega áreitni. Agnes sakaði Aldísi um að standa að baki þeim málarekstri en því hefur Aldís neitað.

Aldís og Agnes munu vera fyrrverandi vinkonur og Agnes jafnframt vinur þeirra hjóna, Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. Í Facebook-færslunni sem stefnt er fyrir sakaði Agnes Aldísi um nauðgunartilraun. Í færslunni sagði Agnes meðal annars:

„Hætti Aldís ekki sínum lygum og óþverraskap í garð BSchr og JBH þá mun ég gefa hér, á þessum vettvangi, nákvæma lýsingu á því, hvernig hún reyndi að nauðga mér á læstri sjúkrastofu sinni á deild 33 geðdeild, þar sem ég algörlega skíthrædd, var læst inni með froðufellandi kynlífsbrjálaðri graðkerlingu, þegar ég var að gera það sem BSchr og JBH báðu mig um að gera, sinna dóttur þeirra, sýna vináttu og væntumþykju, þegar þau voru svo langt í burtu.“

Um Jón Baldvin og Bryndísi sagði Agnes í þessari færslu sem hefur verið tekin niður af Facebook:

„…verið mínir bestu vinir, í svo ótrúlega langan tíma, og reynst mér sem slíkir allan tímann, án þess að nokkurn tíma félli skuggi á. Fyrir vináttu ykkar, umhyggju og ást verð ég þakklát, svo lengi sem ég lifi.“

Agnes sagði ennfremur:

„Þegar þið byrjuðuð í þessum viðurstyggilega leðjuslag við Laufeyju og Carmen, þar sem aðalhvatamaður og leikstjóri er Aldís nokkur, svokölluð dóttir ykkar, kippir í þræði, eins og hentar, hjá Laufeyju og Carmen, ákvað ég, að ég myndi ekki koma nálægt þessum viðbjóði, vegna fyrrum trúnaðarsambands míns við Aldísi. Þeim trúnaði hefur verið aflétt nú, að mínu mati, vegna þess að hin „alheilbrigða Aldís“ rauf þann trúnað með óumræðilegum óþverraskap og lygum.“

DV greinir frá réttarhöldunum

DV hafði samband við bæði Agnesi og Aldísi vegna málsins og spurði hvaða væntingar þær hefðu til réttarhaldanna. Hvorug kvennanna kaus að tjá sig um málið.

DV fylgist með aðalmeðferð málsins úr héraðsdómi og greinir frá henni á dv.is. Aðalmeðferð hefst kl. 9:15 og stendur til kl. 13.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur