fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Fresco vildi fá 4.580 krónur en endaði á að þurfa að borga 372.000 krónur

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll þann 13. október síðastliðinn í máli Fresco 48 ehf. gegn ónefndri konu. Málið snérist um meinta matarúttekt konunnar sem átti að hafa hljóðað upp á  4.580 krónur. Krafðist Fresco þess að konan yrði dæmd til að greiða fyrirtækinu þessar 4.580 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 14. október 2022 til greiðsludags. Þá krafðist Fresco þess einnig að konan yrði einnig dæmd til að greiða málskostnað. Konan krafðist hins vegar sýknu auk málskostnaðar að skaðlausu.

Í dómnum kemur fram að málsatvikalýsing stefnanda, það er Fresco, hafi verið „heldur fábrotin og knöpp“ en að hún hafi skýrst við munnlegan flutning málsins. Í stefnunni hafði það komið fram að atvik málsins mætti rekja til meintrar matarúttektar konunnar á veitingastaðnum Fresco.

Á þeim tíma sem úttektin á að hafa átt sér stað tilheyrði veitingareksturinn félaginu HNB ehf. Krafan sem um ræðir hafi verið á meðal þeirra eigna sem Bestun birtingarhús ehf. keypti af HNB ehf. og þrotabúi fyrirtækisins. Fresco ehf. segir að fyrirtækið hafi fengið kröfuna framselda með kröfuframsali þann 2. mars síðastliðinn.

Í matarúttektarseðli sem krafa Fresco er reist á kemur fram að konan hafi tekið út eitt stykki salat og eitt stykki „mána“ en líklega er um að ræða svokallaðan heilsumána sem finna má á matseðli Fresco. Samtals kostaði salatið og máninn 4.580 krónur en það er einmitt stefnufjárhæð málsins. Fresco sendi konunni reikning fyrir matnum þann 14. mars síðastliðinn, póstlagða innheimtuviðvörun þann 23. mars og svo ítrekun 6. apríl.

Á matarúttektarseðlinum sem um ræðir var ekki að finna nánari lýsingu á meintri úttekt konunnar eða dagsetningu á úttektinni. Þá voru hvorki upplýsingar um kröfueiganda á seðlinum né kvittun konunnar sem Fresco stefndi.

Að mati dómsins lá ekki fyrir fullnægjandi sönnun fyrir því að konan hafi tekið umrædda skuldbindingu með matarúttekt, hvenær úttektin á að hafa átt sér stað eða hvort greitt hafi verið fyrir hana, hafi hún á annað borð átt sér stað. Þá gat dómurinn heldur ekki séð að krafan hafi verið framseld.

Ákveðið var því að konan yrði sýknuð af kröfum Fresco en auk þess var fyrirtækinu gert að greiða málskostnað konunnar. Fresco þarf því að greiða henni alls 372.000 krónur, það er rúmlega áttatíufalda stefnufjárhæðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“
Fréttir
Í gær

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“