fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Beitir lögreglumenn margvíslegu ofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. október 2022 15:00

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. október verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn 24 ára gömlum Reykvíkingi sem ákærður er vegna fjögurra atvika sem varða meint ofbeldi gegn lögreglumönnum.

DV hefur ákæru málsins undir höndum en fyrsti ákæruliðurinn varðar atvik sem átti sér stað á Ráðhústorginu á Akureyri í ágúst árið 2019. Maðurinn er sakaður um að hafa hótað fimm lögreglumönnum við skyldustörf lífláti, tveimum á Ráðhústorginu og þremur á leiðinni í lögreglubíl á lögreglustöðina á Akureyri.

Næsta atvik varð á Grensásvegi í Reykjavík, miðvikudaginn 1. september árið 2021. Er maðurinn sakaður um að hafa hótað tveimur lögreglumönnum lífláti og síðan þremur öðrum, er hann var á leiðinni í lögreglubíl á lögreglustöð. Hann reyndi síðan að bíta einn lögreglumanninn í hægra hnéð en bitið hæfði hnéhlíf á buxum lögreglumannsins.

Þann sama dag, 1. sept. 2021, er maðurinn sakaður um að hafa hrækt á lögreglumann í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Lenti hrákinn á vinstra læri lögreglumannsins.

Síðasta atvikið sem tilgreint er í ákærunni átti sér stað 14. ágúst 2021, fyrir utan Gistiskýlið við Grandagarð í Reykjavík. Er hann sagður hafa hótað tveimur lögreglumönnum lífláti og hótað að beita fjölskyldur þeirra kynferðislegu ofbeldi.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda