fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Agnes lýsir meintri nauðgunartilraun Aldísar – „Þá settist hún ofan á mig klofvega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. október 2022 10:38

Agnes Bragadóttir í héraðsdómi. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Bragadóttir stendur við ásökun sína um að Aldís Schram hafi reynt að nauðga henni er Agnes heimsótti Aldísi á geðdeild Landspítalans árið 1998. Hún stendur jafnframt við ásakanir um að Aldís Schram hafi staðið á bak við ásakanir mæðgnanna Laufeyjar og Carmen um að Jón Baldvin hefði áreitt Carmen kynferðislega í heimsókn mæðgnanna til Jóns Baldvins og Bryndísar Schram á Spáni sumarið 2018.

Sjá einnig: Mál Aldísar gegn Agnesi í héraðsdómi

Aldís stefndi Agnesi fyrir meiðyrði fyrir þessar ásakanir sem Agnes setti fram í Facebook-færslu í desember árið 2021. Aðalmeðferð málsins hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Aldís bar vitni á undan Agnesi og sagði ásakanir um að hún stæði að baki ásökunum mægðnanna og málaferlum gegn Jóni Baldvin vegna meintrar rassastroku hans á Carmen vera fráleitar.

Aldís harðneitaði jafnframt að hafa reynt að nauðga Agnesi á sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún sagðist aldrei hafa haft löngun til kvenna og á þessum tíma hefði hún verið yfir sig ástfangin af stóru ástinni sinni, Dimitriv, sem var þá nýkominn til landsins.

„Ég hef engan áhuga á konum og allrasíst á Agnesi,“ sagði Aldís um þessar ásakanir og sagði þær fráleitar.

„Henni var í lófa lagið að kæra Landspítalann ef þetta var svona agaleg árás,“ sagði Aldís jafnframt.

Segist aldrei hafa ætlað að segja frá atvikinu

„Ég hef borið þennan ófögnuð innra með mér,“ sagði Agnes Bragadóttir er hún var spurð hvort hún hefði greint einhverjum frá meintri nauðgunartilraun Aldísar gegn sér. Sagðist hún aðeins hafa sagt Jóni Baldvin og Bryndísi frá atvikinu. hún hefði hins vegar  rofið trúnaðinn um þetta vegna herferðar Aldísar gegn föður sínum, Jóni Baldvin.

Agnes sagðist hafa heimsótt Aldísi á geðdeildina að beiðni Jóns Baldvins og Bryndísar en bæði þau og systkini Aldísar voru við störf erlendis og því enginn til að huga að Aldísi nema Agnes. Agnes lýsir hinni meintu nauðgunartilraun svo:

„Ég fór í þessa heimsókn í þeirri góðu trú að ég væri að gera vinum mínum greiða. Ég kom þarna og hún tók mér ágætlega. En virtist mjög lyfjuð því hún var óskýrmælt en er það vanalega ekki. Ég settist í stól og hún fór fram úr rúminu og þá settist hún ofan á mig klofvega og lagði leggina ofan á hendur mínar og batt þar með hendur mínar og riðlaðist þannig fram og til baka og þetta lít ég á sem nauðgunartilraun. Það flæddi úr henni hvít froða og ég var skelfingu lostin. Hún tætti úr sér fúkyrði, ekki um mig, heldur Jón Baldvin og Bryndísi. Þetta tók einhverjar 2-3 mínútur en mér fannst það vera heil eilfíð. Mér fannst ég vera læst hvort sem hurðin var læst eða ekki því ég var læst af Aldísi þar sem hún lá froðufellandi yfir mér. Veit ekki hvort sjúkrastofan var læst en ég var læst.“

Lögmaður Aldísar spurði Agnesi út í hvaða sannanir hún hefði fyrir því að Aldís stæði á bak við ásakanir Laufeyjar og Carmenar gegn Jóni Baldvin en hún gat ekki bent á neitt áþreifanlegt í þeim efnum en bar við tilfinningu sem vaknaði við að lesa málskjölin í máli Carmenar gegn Jóni Baldvin.

Það kom fram að harðskeytt skrif Carmenar á Facebook-vegg Bryndísar Schram urðu tilefni til Facebook-færslu Agnesar sem stefnt er fyrir. Var þetta um tvöleytið að nóttu, er Agnes skrifaði færsluna. Agnes sagðist hafa verið andvaka en hún hafi ekki verið undir áhrifum lyfja eða áfengis.

Ummælin sem stefnt er fyrir

Facebook-færslan sem Aldís stefnir Agnesi fyrir hefur fyrir löngu verið tekin úr birtingu. En í færslunni segir Agnes meðal annars þetta:

„Hætti Aldís ekki sínum lygum og óþverraskap í garð BSchr og JBH þá mun ég gefa hér, á þessum vettvangi, nákvæma lýsingu á því, hvernig hún reyndi að nauðga mér á læstri sjúkrastofu sinni á deild 33 geðdeild, þar sem ég algörlega skíthrædd, var læst inni með froðufellandi kynlífsbrjálaðri graðkerlingu, þegar ég var að gera það sem BSchr og JBH báðu mig um að gera, sinna dóttur þeirra, sýna vináttu og væntumþykju, þegar þau voru svo langt í burtu.“

Um Jón Baldvin og Bryndísi sagði Agnes í þessari færslu:

„…verið mínir bestu vinir, í svo ótrúlega langan tíma, og reynst mér sem slíkir allan tímann, án þess að nokkurn tíma félli skuggi á. Fyrir vináttu ykkar, umhyggju og ást verð ég þakklát, svo lengi sem ég lifi.“

Agnes sagði ennfremur:

„Þegar þið byrjuðuð í þessum viðurstyggilega leðjuslag við Laufeyju og Carmen, þar sem aðalhvatamaður og leikstjóri er Aldís nokkur, svokölluð dóttir ykkar, kippir í þræði, eins og hentar, hjá Laufeyju og Carmen, ákvað ég, að ég myndi ekki koma nálægt þessum viðbjóði, vegna fyrrum trúnaðarsambands míns við Aldísi. Þeim trúnaði hefur verið aflétt nú, að mínu mati, vegna þess að hin „alheilbrigða Aldís“ rauf þann trúnað með óumræðilegum óþverraskap og lygum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur