Vitaly Klitsjko, borgarstjóri, segir að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenko hverfinu í miðhluta borgarinnar. Þetta hverfi varð fyrir miklum árásum Rússa þann 10. október. Þá létust minnst 19 og 105 særðust.
Ekki hafa borist fréttir af mannfalli í morgun.
Norska ríkisútvarpið, sem er með fréttamann í borginni, segist hafa fengið upplýsingar um að sprengingarnar hafi orðið á þremur stöðum.
Um klukkustund eftir fyrstu sprengingarnar tilkynnti Klitsjko um tvær nýjar sprengingar.
Talsmaður forsetaembættisins sagði að Rússar hafi notað sjálfsmorðsdróna við árásirnar.