Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sem sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka, eru sagðir hafa rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þetta hefur fullyrðir fréttastofa RÚV og kemur fram að ráðherrann hafi verið kallaður til skýrslutöku vegna málsins.
Sindri Snær og Ísidór hafa setið í gæsluvarðhaldi í næstum fjórar vikur vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja árásir meðal annars á Alþingi og árshátíð lögreglumanna.
Þá hafi þeir einnig rætt um að ráðast gegn einstaklingum, til að mynda fyrrverandi og núverandi þingmenn Pírata sem og Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.