fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir orðræðu Pútíns um kjarnorkuvopn hafa einn tilgang – Segir að svona geti sviðsmyndirnar verið ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. október 2022 05:50

Pútín var að sögn reiðubúinn til að beita kjarnorkuvopnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ítrekað haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Það er einn tilgangur með þessum hótunum hans að sögn Alexander Høgsberg Tetzlaff, majórs og hernaðarsérfræðings við herfræðideild Kaupmannahafnarháskóla.

Í samtali við TV2 sagði hann að þegar Pútín ræði um kjarnorkuvopn sé það til að koma í veg fyrir að NATO blandi sér í átökin því hann viti að ef það gerist þá hafi Rússar tapað stríðinu á jörðu niðri.

Á föstudaginn sagði Pútín að ef til átaka kæmi á milli herja NATO og Rússa muni það hafa „hörmungar á heimsvísu“ í för með sér. Tetzlaff sagðist telja að þessi ummæli séu enn ein hótunin og komi sem slík ekki á óvart.

„Honum tekst að koma orðunum „hótun“ og „kjarnorkuvopn“ inn í umræðu um stríðið í Úkraínu og að mínu mati er það markmiðið. Það er að hræða Vesturlönd frá því að stigmagna átökin,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að líkurnar á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum séu nokkur prósent en hafi verið nokkur prómill fyrir stríðið. Það sé því „mjög ólíklegt“ að þeir geri það.

Hann benti síðan á hugsanlegar sviðsmyndir um hvernig staðan gæti verið ef Pútín grípur til kjarnorkuvopna.

Kjarnorkuvopn gegn Vesturlöndum

Þetta er „ólíklegasta“ en um leið „versta“ sviðsmyndin að mati Tetzlaff. Hún gengur út á að Rússar beiti stórum kjarnorkusprengjum gegn Vesturlöndum, vopnum sem geta lagt stór landsvæði í rúst. Hann sagði að til dæmis gætu Rússar skotið slíkri kjarnorkusprengju á einhverja höfuðborg í Evrópu eða jafnvel á Washington D.C. Hann sagðist telja mjög ólíklegt að svo fari því það þýði um leið að Moskvu og Rússlandi verði eytt. Þessi aðferð leysi ekki áætlun Pútíns um að gera Rússland að því stórveldi sem það eitt sinn var.

Nærri vígvellinum

Önnur sviðsmynd er að Rússar beiti vígvallarkjarnorkusprengju gegn skotmarki þar sem fólk er ekki til staðar en er samt svo nærri stríðinu í Úkraínu að þetta verði hótun sem Vesturlöndum sé ætlað að taka eftir. Hann nefndi Svartahafið sem hugsanlegt skotmark fyrir slíka sprengju. Hann sagði að með því að gera þetta á þennan hátt væri ætlunin að hræða án þess að kasta sprengju á einhvern sem deyr þá. Þetta væri mikil stigmögnum átaka og myndi eiga að sýna Vesturlöndum að Rússar séu reiðubúnir til að beita kjarnorkuvopnum.

Vígvallarkjarnorkuvopn á vígvellinum

Pútín gæti einnig beitt vígvallarkjarnorkuvopnum á vígvellinum í Úkraínu. Það gæti haft miklar afleiðingar að mati Tetzlaff sem sagði að þá stigmagni Pútín stríðið upp í kjarnorkustríð. Það sé stórt skref sem sé eiginlega óþarft. Úkraína sé stórt land og ein kjarnorkusprengja eyði stórri stjórnstöð sem sé hægt að eyða með hefðbundnum vopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“