Í henni kemur fram að Rússar séu nærri því að verða búnir með vopna- og skotfærabirgðir sínar. Þetta varð til þess, að því er segir í skýrslunni, að Pútín neyddist til að hringja í gamlan vin sinn, Aleksandr Lukashenko einræðisherra í Hvíta-Rússlandi.
„Rússar hafa að öllum líkindum fengið skotfæri og fleira frá Hvítrússum. Þetta hefur haft í för með sér að ekki eru lengur skilyrði fyrir hendi fyrir stórri árás á jörðu niðri á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi,“ segir í skýrslunni.
Jeremy Flemming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, dró upp sömu mynd í síðustu viku og sagði að Rússar væru í slæmri stöðu. „Við teljum að Rússa skorti skotfæri. Þá vantar að minnsta kosti vini. Orðið sem ég vil nota er örvænting. Við sjáum örvæntingu á mörgum stigum rússnesks samfélags og í rússnesku hernaðarvélinni,“ sagði hann í samtali við ABC News.
Þetta fær stoð í nýlegum myndböndum og myndum þar sem sést að Rússar hafa meðal annars dregið áratuga gamla skriðdreka, frá tíma Sovétríkjanna, fram og sent á vígvöllinn í Úkraínu.