fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

GPS lá niðri í danskri lofthelgi í 15 mínútur – „Eitthvað sem við sjáum venjulega á átakasvæðum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. október 2022 08:00

Flugvél frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis þann 3. október síðastliðinn áttu flugvélar, sem flugu í danskri lofthelgi, í erfiðleikum með að ná sambandi við GPS-kerfið. Vandinn kom upp um klukkan 15. Á sama tíma áttu mörg skip einnig í vanda við að ná sambandi við kerfið.

TV2 skýrir frá þessu og byggir á gögnum frá samgöngustofnuninni sem sjónvarpsstöðin fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga.

Thomas Galasz Nielsen, yfirmaður hernaðartæknideildar danska varnarmálaskólans, sagði í samtali við TV2 að það verði að taka atburð af þessu tagi alvarlega. Þetta sé kerfi sem sé notað til að halda flugvélum og skipum á réttri stefnu. Hann benti einnig á að hvað varðar flugumferð sé varakerfi, sem byggir á útvarpsbylgjum.

Það kerfi virkar mjög vel sagði Jesper Zahariassen, aðstoðarflugrekstrarstjóri hjá SAS flugfélaginu. Hann sagði að það hafi engin áhrif á öryggi stórra flugvéla þótt GPS-kerfið hætti að virka en geti komið sér illa fyrir litlar vélar sem séu ekki með sama varakerfi.

Hann sagði að það komi fyrir að GPS-merkin hverfi en það hafi ekki gerst áður í Danmörku. „Þetta er ekki neitt sem við höfum lent í, í Danmörku. Þetta er eitthvað sem við sjáum venjulega á átakasvæðum. Í Norður-Noregi, nærri rússnesku landamærunum, þar sem Rússarnir trufla merkjasendingarnar og í austanverðu Miðjarðarhafi,“ sagði hann.

Búið er að strika yfir mestan hluta þess sem kemur fram í gögnunum sem TV2 fékk afhent og var það gert með tilvísun í að um „öryggi ríkisins eða varnir ríkisins“ sé að ræða. Af þeim sökum kemur ekki fram í frétt TV2 hvað gæti hafa valdið þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði