Á ellefta tímanum í gærkvöldi voru fjórir handteknir í heimahúsi í vesturhluta borgarinnar vegna líkamsárásar. Allir voru hinu handteknu í annarlegu ástandi. Skammt frá vettvangi var einn til viðbótar handtekinn þegar hann reyndi að komast inn í hús sem hann taldi vera það sama og það þar sem árásin átti sér stað. Fíkniefni í söluumbúðum fundust á einum mannanna ásamt ætluðum gróða af fíkniefnasölu. Málið er í rannsókn.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Annars var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.