fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Það að borða seint getur breytt því hvernig líkaminn brennir hitaeiningum og geymir fitu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. október 2022 21:00

Það er ekki sama hvenær dags er borðað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það að borða seint geti haft áhrif líffræðilega stjórnun líkamsþyngdar okkar á þrennan hátt. Það er hversu mörgum hitaeiningum er brennt, hversu svöng við erum og hvernig líkaminn geymir fitu.

Mörg hundruð milljónir glíma við offitu og því eru þessar niðurstöður mikilvægar til að öðlast innsýn í hvernig er hægt að draga úr líkunum á offitu á einfaldan hátt, með því að borða máltíðirnar nokkrum klukkustundum fyrr. Fjallað var um þetta á vef Sciencealert.

Fyrri rannsóknir hafa staðfest tengsl á milli tímasetninga máltíða og þyngdaraukningar. Í þessari nýju rannsókn vildu vísindamenn kanna tengslin nánar og skoða líffræðilegu ástæðurnar fyrir þessu.

Frank Scheer, taugasérfræðingur við Brigham and Women‘s Hospital í Boston, sagði að vísindamennirnir hafi viljað prófa þá ferla sem geta skýrt af hverju það að borða seint eykur líkurnar á offitu.

Hann sagði að fyrri rannsóknir hafi sýnt tengsl á milli þess að borða seint og aukinnar hættu á offitu og verri árangurs við að léttast. Vísindamennirnir hafi viljað öðlast meiri skilning á af hverju þetta gerist.

Sextán manns tóku þátt í rannsókninni og var líkamsþyngdarstuðull þeirra, BMI, ofþyngd eða mjög mikil ofþyngd.

Allir þátttakendurnir fóru í gegnum tvær mismunandi tilraunir sem vörðu í sex daga. Fylgst var nákvæmlega með svefni þeirra og matarneyslu í nokkrar vikur fyrir og eftir tilraunirnar.

Í annarri tilrauninni héldu þátttakendurnir sig við mjög nákvæma tímaáætlun um þrjár máltíðir á dag, morgunmat klukkan 9, hádegismat klukkan 13 og kvöldmat klukkan 18.

Í hinni voru máltíðirnar mun seinna eða frá klukkan 13 til 21.

Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendurna, blóðsýni voru tekin úr þeim og ýmsar mælingar gerðar. Í ljós kom að þegar borðað var seint var magn hormónsins leptíns, sem stýrir þyngd, minna allan sólarhringinn. Það bendir til að þátttakendurnir hafi frekar fundið til svengdar. Ekki nóg með það, því þeir brenndu hitaeiningum hægar.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að munur var á hvernig líkaminn geymdi fitu eftir því hvenær máltíðirnar voru innbyrtar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Cell Metabolism.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð