fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Margrét Friðriks krefst 29 milljóna frá Icelandair – „Vegna ærumeiðingar og vegna þjáningar sökum áfallastreitu og lækniskostnaðar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. október 2022 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar, krefst rúmlega 29 milljóna króna í bætur vegna meintrar ólöglegrar brottvísunar úr vél Icelandair í síðasta mánuði. Greint er frá þessu á vef Fréttarinnar.

Þar segir að bótakrafan sé sett fram vegna „… ólöglegrar grímuskyldu og fyrir að segja ósatt um að ekki hafi verið pláss fyrir töskuna í handfarangusrýminu. Þá er félagið einnig krafið um bætur vegna ærumeiðingar og vegna þjáningar sökum áfallastreitu og lækniskostnaðar.“ Vísir vekur athygli á málinu í dag.

Sjá einnig: Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Icelandair hefur 12 daga til að svara kröfunni ella verður málinu stefnt fyrir dóm og því fylgt eftir af fullum þunga, segir í bréfi lögmannsins Arnar Þórs Jónssonar sem hefur tekið málið að sér.

„Eins og mörgum er kunnugt um þá lenti Margrét í óskemmtilegri lífsreynslu við flugfélagið Icelandair í síðasta mánuði, þar sem allt virðist hafa verið gert til að torvelda Margréti ferðalagið og búa til eitt vandamálið á eftir öðru. Fyrst voru flugfreyjur með leiðindi varðandi handfarangurstösku Margrétar sem uppfyllir öll skilyrði um handfarangur og hótuðu því að ef Margrét myndi ekki samþykkja að farangrinum með brothættum og eldfimum búnaði yrði fleygt í stóra farangursrýmið í vélinni þá myndi Margrét og ferðafélagar hennar ekki fá að fara með vélinni og því haldið fram að ekki væri pláss fyrir töskuna og allt fullt inni í vélinni,“ segir á Fréttin.is

Sjá einnig: Margrét Friðriks segir Icelandair með allt niðrum sig í þessu málið og fer með málið fyrir dómstóla

Hér er er bótakrafan sundurliðuð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?