Þrír fjórtán ára drengir voru handsamaðir í miðborginni í nótt eftir að hafa ráðist á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Drengirnir spörkuðu meðal annars í höfuð fórnalamba eftir að hafa slegið þau í jörðina. Einnig voru þeir vopnaðir eggvopnum sem þeir ógnuðu fólki með. Málið afgreitt með aðkomu barnaverndar og drengirnir vistaðir á viðeigandi stofnun.