Á mánudaginn verður fyrirtaka í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni sem sakaður er um nauðgun.
DV hefur ákæru málsins undir höndum. Þar kemur fram að atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgni í svefnherbergi konunnar þar sem hin meinta nauðgun var framin. Manninum er gefið að sök að hafa eftir að konan var sofnuð og án hennar samþykkis haft við hana samræði og notfært sér hvernig var ástatt um hana, að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan gerir einkaréttarkröfu í málinu um greiðslu miskabóta upp á 5 milljónir króna.
Réttað verður yfir manninum í Héraðsdómi Reykjaness. Sem fyrir verður fyrirtaka á mánudag þar sem málsgögn verða lögð fram, en aðalmeðferð, hin eiginlega réttarhöld, verður síðar.