Sky News segir að Borrell hafi sagt að ef kjarnorkuvopnum verði beitt gegn Úkraínu muni það kalla á hörð viðbrögð, ekki með kjarnorkuvopnum, en svo öflugar hernaðarlegar aðgerðir að rússneska hernum verði „gereytt“.
NATO fylgist grannt með hreyfingum og aðgerðum rússneska hersins en hefur ekki séð nein merki þess að þeir séu að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að notku kjarnorkuvopna muni hafa „alvarlegar afleiðingar“.