Lukashenko er undir hæl Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, en hefur þó fram að þessu ekki látið Pútín draga Hvít-Rússa beint inn í stríðið í Úkraínu. Hann hefur þó leyft Rússum að senda hermenn og hergögn í gegnum Hvíta-Rússland til Úkraínu og að gera árásir þaðan.
Hann er algjörlega háður því að Pútín missi ekki völdin því ef það gerist þá getur það þýtt endinn fyrir Lukashenko og endinn á lífi hans.
Þetta sagði Arve Hanse, sem er sérfræðingur í málefnum Hvíta-Rússlands hjá Helsinkinefndinni, í samtali við Dagbladet.
Lukashenko hefur verið undir þrýstingi frá vestrænum leiðtogum um að hætta að leyfa Rússum að nota Hvíta-Rússland í stríðsrekstri sínum en hann er einnig undir þrýstingi frá Pútín að sögn Hansen.
„Aleksandr Lukashenko er háður því að Pútín hverfi ekki af sjónarsviðinu. Ef miklar breytingar verða í Moskvu og Pútín getur ekki lengur tryggt stuðning Rússlands við Hvíta-Rússland, getur það þýtt endinn fyrir Lukashenko, Ekki bara endinn á ferli hans, heldur einnig á lífi hans,“ sagði hann og benti á að Lukashenko sé mjög óvinsæll í heimalandinu.