fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segir að lítil virðing sé borin fyrir Pútín en margir óttist hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 06:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum lét Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að hann getur í raun setið sem forseti til 2036. Ef svo fer þá verður hann orðinn 84 ára þegar hann lætur af embætti.

„Það getur farið svo, óháð því hvernig stríðinu lýkur, en ef Pútín tapar því eða virðist vera að tapa því, þá er hugsanlegt að honum verði ýtt úr embætti.“

Þetta sagði Tor Bukkvoll, sérfræðingur hjá rannsóknarstofnun norska hersins, í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Hann sagði að ef reynt verði að bola Pútín frá völdum þá muni þeir sem það gera annað hvort koma úr röðum þeirra sem styðja stríðið en gætu vel hugsað sér að losna við Pútín því þeim finnst hann ekki haga stríðsrekstrinum skynsamlega. Þeir geta einnig komið úr röðum þeirra sem hafa verið á móti stríðinu frá upphafi og þeirra sem eru með eða á móti stríðinu eftir því hvernig það gengur hverju sinni. Þar sem stríðsreksturinn gangi ekki vel núna þá sé þessi hópur líklega á móti stríðinu eins og er.

Hann sagði að ekki sjáist bein merki um að annar hvor þessara hópa sé reiðubúinn til að taka völdin núna en það sjáist aukin merki um óánægju.

„Einnig opinberlega í rússnesku sjónvarpi. Það heyrist mikið um að Pútín njóti ekki virðingar innan elítunnar núna en að fólk hræðist hann mikið. Það getur komið að þeim tímapunkti að kostnaðurinn við að halda stríðinu áfram verður meiri en hræðslan við að reyna að ýta honum frá völdum,“ sagði Bukkvoll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans