Claus Borg Reinholdt, fréttamaður TV2 í Úkraínu, segir að þetta sé eitt skýrasta merkið hingað til um að Rússar séu að missa tökin á héraðinu en þeir „innlimuðu“ það nýlega.
Hann sagði að úkraínskar hersveitir hafi sótt svo langt fram að stórskotalið þeirra séu nú komin í skotfæri og það hafi vakið hræðslu hjá rússneskum yfirvöldum í héraðinu og borginni.
Hann sagði að einnig bendi það til þess að Rússar séu að missa borgina úr sínum höndum að Úkraínumenn hafi síðustu daga náð fjölda bæja og þorpa í nágrenni hennar á sitt vald.
Saldo birti myndband í gær þar sem hann sagðist hafa beðið rússnesk yfirvöld um aðstoð við að flytja fólk á brott. Einnig hafi verið ákveðið að gefa fjölskyldum tækifæri til að fara til annarra svæða í Rússlandi í frí eða til náms.
Skömmu eftir að myndband hans var birt tilkynnti Kirill Stremousov, varahéraðsstjóri, að engar áætlanir séu uppi um að flytja fólk á brott. Hann sagði að orð Saldo megi ekki skilja sem hvatningu til fólks um að flýja. Íbúar séu hvattir til að halda ró sinni. Rússneskar hersveitir muni ekki hörfa frá Kherson.
Kherson er mjög mikilvæg fyrir Úkraínumenn. Borgin er stór og er hliðið að veginum til Krím sem Úkraínumenn hafa í hyggju að ná úr klóm Rússa.