fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Maðurinn sem þekkti ekki sjálfan sig í þrígang sakfelldur án refsingar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. október 2022 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir umferðarlagabrot og tvö þjófnaðarbrot. Málið er sérstakt að því leitinu til að maðurinn náðist í öllum þremur tilvikunum á myndband brjóta af sér, en neitaði því staðfastlega að hann væri maðurinn á upptökunum. Eins var manninum ekki gerð refsing. 

Þekkti ekki sjálfan sig í ELKO

Manninum var gert að sök að hafa í mars á þessu ári stolið heyrnartólum af gerðinni Happy Plugs úr verslun ELKO í Skeifunni. Upptaka lá fyrir í málinu þar sem sjá mátti manninn koma inn í verslunina, sækja heyrnartólin úr hillu, taka þau úr umbúðum, stinga þeim svo inn á sig, setja svo tómar umbúðirnar aftur upp í hillu og því næst ganga út úr versluninni án þess að greiða fyrir heyrnartólin.

ELKO kærði brotið til lögreglu og sýndi þeim upptökuna og taldi lögregla ljóst hvaða maður væri þar á ferð. Við yfirheyrslu sagðist maðurinn ekkert kannast við málið. Hann hefði engu stolið. Er honum voru sýndar prentaðar ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélakerfi kvaðst hann ekki vera sá maður sem þar sást.

Lögreglumaður bar vitni og sagði manninn hafa verið „auðþekkjanlegan á þeim upptökum“ og taldi lögreglumaðurinn „augljóst að ákærði sjáist þar stela umræddum heyrnartólum og þar væri á ferð sami einstaklingur og hann hefði yfirheyrt“

Dómari skoðaði upptökurnar líka og sagði þær sterklega benda til að þar væri maðurinn á ferð. Því væri að engu hafandi frásögn mannsins hjá lögreglu þar sem hann neitaði að hafa verið á staðnum.

„Dómurinn hefur gaumgæft myndbandsupptökur af ferðum ákærða í ELKO og telur engan vafa leika á því að ákærði sjáist stinga heyrnartólunum inn á sig áður en hann hverfur í átt að útgöngudyrum verslunarinnar.“

Þekkti ekki sjálfan sig undir stýri

Manninum var einnig gefið að sök að hafa ekið á 77 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði var 60 km/klst. Á svart-hvítri mynd sem náðist af brotinu sást maðurinn. Hann kvaðst þó ekki þekkja sjálfan sig á myndinni. Eigandi bílsins þekkti. þó manninn af myndinni.

Dómari skoðaði myndina og bar saman við aðrar myndir í málinu og auk þess kom ákærði fyrir dómara í september.

„Er að áliti dómsins engum blöðum um að fletta að veruleg líkindi eru með ákærða og þeim manni sem sést aka [bílnum] umrætt sinn.“

Þekkti ekki sjálfan sig í ELKO – aftur

Að lokum var maðurinn sakaður um að hafa aftur, nú í maí á þessu ári, farið inn í ELKO og stolið þar heyrnartólum af gerðinni Bose quite comfort.

Aftur lá fyrir upptaka úr öryggismyndavél og taldi lögregla sig kannast við manninn sem hin meinta þjóf og var hann yfirheyrður. Sem fyrri daginn kannaðist maðurinn ekkert við málið og sagðist engu hafa stolið umræddan dag. Kannaðist hann ekki við sjálfan sig á prentuðum ljósmyndum úr eftirlitsmyndavélakerfi ELKO.

Aftur kom lögreglumaður fyrir dóm og sagði manninn auðþekkjanlegan á upptökunum. Dómari taldi heldur engan vafa leika á því að þar væri umræddur maður á ferð og var hann fundinn sekur.

Áður en mál þetta var dómtekið var maðurinn dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir ránsbrot og tilraun til þjófnaðar, auk umferðar og vopnalagabrota. Því ætti að dæma manninum hegningarauka sem samsvari þeirri þyngingu refsingar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu.

Að því gættu taldi dómari ekki ástæða til að gera manninum frekari refsingu og dómsorð varð því eftirfarandi:

Ákærða, [nafn mannsins], er ekki gerð refsing“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“