Aktívistar á vegum Just Stop Oil gengu inn í National Gallery safnið í London klukkan 11 í morgun, vopnuð tómatssúpu frá Heinz. Um er að ræða tvær konur sem klæddust báðar stuttermabolum merktum Just Stop Oil. Þegar inn á safnið var komið gengu þær að einu af merkustu málverkunum sem finna má á safninu, sólblómunum sem Vincent Van Gogh málaði. Þær námu staðar við meistaraverkið og köstuðu svo tómatsúpu yfir það.
„Hvort skiptir meira máli? List eða líf?“ öskraði svo önnur konan, hin 21 ára gamla Phoebe Plummer. „Hefurðu meiri áhyggjur af öryggi málverks? Eða öryggi plánetunnar okkar og fólksins?“ sagði hún svo. Þá bætti hún því við að olía væri orðin of dýr og að „milljónir fjölskyldna“ hafi ekki efni á því að hita dósasúpu.
Activists vandalise Vincent van Gogh’s Sunflowers at the National Gallery.
The vandalism or destruction of art is always an authoritarian act.
But more than that – it represents a repudiation of civilisation and the achievements of humanity.pic.twitter.com/8gLTjekvIt
— Andrew Doyle (@andrewdoyle_com) October 14, 2022
Fólk á svæðinu tók andköf er þær köstuðu súpunni á verkið og kallað var á öryggisverði. Öllum þeim safngestum sem voru í herberginu var fylgt út af öryggisvörðum og í kjölfarið var herverginu lokað. Lögreglan hefur nú þegar handtekið konurnar tvær. „Lögreglumenn voru fljótir á vettvang í National Gallery í morgun,“ segir í færslu sem lögreglan birti á Twitter-síðu sinni.
Í yfirlýsingu sem National Gallery birti á Twitter-síðu sinni kemur fram að málverkið sjálft sé ekki skemmt. Þó séu minniháttar skemmdir á rammanum.
Statement from the National Gallery pic.twitter.com/DuZhTbAvbH
— National Gallery (@NationalGallery) October 14, 2022