fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Köstuðu tómatsúpu yfir Sólblóm Van Gogh

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. október 2022 11:41

Mynd/Just Stop Oil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistar á vegum Just Stop Oil gengu inn í National Gallery safnið í London klukkan 11 í morgun, vopnuð tómatssúpu frá Heinz. Um er að ræða tvær konur sem klæddust báðar stuttermabolum merktum Just Stop Oil. Þegar inn á safnið var komið gengu þær að einu af merkustu málverkunum sem finna má á safninu, sólblómunum sem Vincent Van Gogh málaði. Þær námu staðar við meistaraverkið og köstuðu svo tómatsúpu yfir það.

„Hvort skiptir meira máli? List eða líf?“ öskraði svo önnur konan, hin 21 ára gamla Phoebe Plummer. „Hefurðu meiri áhyggjur af öryggi málverks? Eða öryggi plánetunnar okkar og fólksins?“ sagði hún svo. Þá bætti hún því við að olía væri orðin of dýr og að „milljónir fjölskyldna“ hafi ekki efni á því að hita dósasúpu.

Fólk á svæðinu tók andköf er þær köstuðu súpunni á verkið og kallað var á öryggisverði. Öllum þeim safngestum sem voru í herberginu var fylgt út af öryggisvörðum og í kjölfarið var herverginu lokað. Lögreglan hefur nú þegar handtekið konurnar tvær. „Lögreglumenn voru fljótir á vettvang í National Gallery í morgun,“ segir í færslu sem lögreglan birti á Twitter-síðu sinni.

Í yfirlýsingu sem National Gallery birti á Twitter-síðu sinni kemur fram að málverkið sjálft sé ekki skemmt. Þó séu minniháttar skemmdir á rammanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“